news

Útskrift elstu barnanna

18. 06. 2020

í dag voru elstu börnin útskrifuð úr leikskólanum á formlegan hátt við hátíðlega athöfn. Stundin hófst á því að barnakórinn söng fjögur lög. Því næst talaði leikskólastjóri stuttlega til barnanna. í framhaldi fengu þau afhent útskriftarplagg sem staðfesti farsæla leikskólagöngu á Hæðarbóli. Að lokum fengu þau afhenta ferilmöppuna sína sem og öll listaverkin sem þau hafa unnið að í vetur, listaverk sem átti að setja upp á Listadögum en var frestað vegna Covid19.


© 2016 - 2020 Karellen