news

Tjaldútilega

26. 06. 2020

Í dag fóru elstu börnin í útilegu. Þau lögðu land undir fót með allan búnað dagsins, tjaldið, grillið, pylsur og tilheyrandi í hádegismat og sykurpúða sem grillaðir voru eftir hádegismatinn. Nestið fyrir nónhressinguna, fótbolta og annan búnað sem þau þurftu til dagsins. Börnin skiptust á að hjóla með allan búnaðinn og með kerru í eftirdragi. Sjá myndir sem segja meira en mörg orð. Það voru hamingjusöm en þreytt börn sem komu heim í leikskóla í lok dags.

© 2016 - 2020 Karellen