news

Öskudagsfjör í leikskólanum

06. 03. 2019

Í dag er búið að vera mikið fjör.Eftir morgunmat var farið í salinni og farið í fjölbreytta og skemmtilega heimatilbúna leiki undir stjórn Óskar. Í framhaldi var kötturinn sleginn úr tunnunni með miklum tilþrifum. Í hádegismat pyslusjoppa sett upp á sal með öllu tilheyrandi. Eftir útveru var komið inn til að nærast og í nónhressingu var boðið upp á marglitaðar skonsur. Í framhaldi var boðið upp á bíó í salnum þar sem börnin borðuðu poppið sem þau slógu úr tunnunni um morguninn. Það verður að segjast eins og er að allir skemmtu sér konunglega.


© 2016 - 2019 Karellen