news

DAGUR LEIKSKÓLANS, ljósaganga og ljóslaus dagur

06. 02. 2019

Í morgun var ljósaganga í garðinum þar sem aðstæður leyfðu ekki lengri göngu næsta nágrenni eins og hefðin hefur sagt til um. Það sem skipti klárlega mestu máli var samvera barna og foreldra og virtust allir njóta þess að fara í stutta göngu um garðinn og fá sér heitt kakó og kleinur að lokinni göngunni. Í samráði við börnin var ákveðið að sleppa vinnustundum og leyfa þeim að flæða um húsið með vasaljósin sín og leika að vild. Um leið og við þökkum góða þátttöku foreldra í göngunni óskum við okkur öllum til hamingju með DAG LEIKSKÓLANS.

© 2016 - 2019 Karellen