news

Breytingar á starfsmannahaldi

01. 11. 2019

Það hafa orðið nokkrar breytingar á kennaraliðinu okkar og öðru starfsfólki á haustmánuðum. Ástæðan helgast ekki síst af því að við vorum að bíða eftir að kennurum sem voru að leysa sig úr öðrum störfum.

Anna Svanlaugs tók við aðstoðarleikskólastjórastöðunni í byrjun júní og hefur í raun gengt tveimur störfum frá þeim tíma en nú er Ragnheiður Anna kominn til okkar og mun hún leysa Önnu af sem deildarstjóri á Hofi.

Ragnheiður Anna er hokin af kennslu í leikskóla og hefur gengt flestum störfum innan leikskólans og hlökkum við mikið til að vinna með henni. Ragnheiður Anna útskrifaðist sem leikskólakennari 1987.

Þá kom í byrjun mánaðarins annar kennari til okkar, hún Vilborg sem er akureyringur og er hún líka reyndur kennari en hún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 1998. Hún verður í kennslu eftir hádegið, tvo daga á Hofi og þrjá daga á Hlíð. Það hefur verið afar ánægjulegt að vinna með Vilborgu til þess og hlökkum við til frekari samstarfs með henni.

Jie Wang sem hefur verið í eldhúsinu, kemur til starfa á þriðjudaginn en hún hefur verið í leyfi á heimaslóðum, í Kína frá því í lok ágúst.

© 2016 - 2020 Karellen