Í dag fóru elstu börnin í ævintýraferð út á Álftanes en þar er margt að skoða og gera.
Þau fóru með strætó. Þau byrjuðu á því að gefa hestunum brauð sem bakaríið Brauð og co gáfum þeim. Þar á eftir könnuðu þau íþróttasvæðið í kringum Álftanesskóla en þar eru skemmtileg og fjölbreytt leiktæki. Því næst fóru þau í fjöruna, grilluðu þar hamborgara og sykurpúða. Að máltíð lokinni könnuðu þau fjöruna. Dagurinn var eftirminnilegur en það voru þreytt en glöð börn sem komu heim í leikskólann eftir þessa viðburðarríku ferð.