Opið hús
Í tengslum við Listadaga Garðabæjar var opið hús í leikskólanum í dag milli kl. 15.00 og 17.00. Foreldrum og öðrum velunnurum leikskólans var boðið að skoða listsköpun barnanna í máli og myndum og þiggja veitingar. Börnin okkar sungu nokkur lög undir stjórn Önnu Maríu Sigurjónsdóttur, kórstjóra Barnakórsins og Eva Birgisdóttir og Anna Svanlaugsdóttir spiluðu undir á gítara. Nokkur börn tóku lagið og skemmtu gestu okkar. Furðuskepnurnar sem börnin höfðu unnið í tengslum við Listadagana og voru settar upp á Garðatorgi voru komnar aftur heim í hús og skipuðu veglegan sess í skólanum. Dagurinn í heild sinni gekk vel fyrir sig og þökkum við öllum sem sáu sér fært að koma í heimsókn, fyrir komuna. ![]() ![]() |