Bangsadagur

Í morgun komu börnin með bangsana sína eða annað mjúkt dýr í leikskólann. Síðan komum allir saman í salnum og sungu bangsalög eins og Bangsi minn úr Dýrunum úr Hálsaskógi og vinasönginn. Síðan voru bangsadansar dansaðir við mikla gleði eins og myndirnar sýna sem fylgir fréttinni

Dagur margbreytileikans

Í dag komu börnin saman í salnum og máluðu margskonar myndir í tilefni margbreytileikans. Hér koma nokkrar myndir í tilefni vinnunnar.
Borðhald í matsal

Það má segja að nýja verkefnið í matsalnum fari vel af stað. Það er ótrúlegt að fylgjast með framförum barnanna, þau fara að hlaðborðinu og ná sér í það sem vilja og eru afar samviskusöm í því að fá sér af öllu og smakka það sem þau áður hafa fúlsað við. Við erum sannfærð um að við séum á réttri leið með að valdefla börnin ykkar kæru foreldra.

news

Vinnustund í náttúruvísindum

30. 09. 2019

Það var mikill áhugi meðal barnanna í vinnustund í náttúruvísindm í morgun. Myndir segja meira en mörg orð, sjá fleiri myndir í Karellen appinu.

...

Meira

news

Óvæntir gestir í heimsókn

17. 09. 2019

Við fengum góða gesti á skipulagsdaginn sem færðu okkur þessa líka dýrindis hnallþóru. Þær mægður, Elva María, Hulda Kristín fyrrverandi nemendur hér og móðir þeirra Súsanna. Við þökkum þeim fyrir samfylgdina á síðustu árum og óskum okkar fyrrverandi nemendum góð...

Meira

news

Ævintýraferðir

06. 09. 2019

Í síðustu viku fór Sinisa í ævintýraferð með gula, rauða og græna hóp. Meðal þess sem þau gerðu í ferðunum var að tíma blóm sem verða pressuð. Þau fóru líka í veiðiferðir og einn hópurinn veiddi fiskJ. Sjá myndir hér að neðan.


...

Meira

news

Nýir kennarar bætast í starfsmannahópinn

05. 09. 2019

Við erum ótrúlega heppin hér í leikskólanum. Á mánudaginn bættust tveir kennarar í starfsmannahópinn. Birna, sem er listmeðferðafræðingur og ætlar að kenna á Hlíð og Steinunn leikskólakennari sem ætlar að kenna á Holti. Á myndinni má sjá þær stöllur. Við fögnum þ...

Meira

news

Ylströndin og skólalóðin í Sjálandi heillar

31. 07. 2019

Í dag áttum við yndislega stund á ylströndinni í Sjálandinu. Við fundum lifandi krabba undir þaranum og fullt af skeljum og kuðungum. Eftir veruna á ylströndinni snæddum við nesti okkar og fórum að því loknu upp á skólalóð Sjálandsskóla.


Meira

news

Ærslabelgur, Hofsstaðaskóli, Aparóla og lautarferð

30. 07. 2019

Í góða veðrinu í morgun fórum við á ærslabelginn og skólalóð Hofstaðaskóla og eftir hádegið fórum við og lékum okkur í aparólunni og borðuðum nestið okkar þar skammt frá og tíndum blóm....

Meira

news

Heimsókn í húsdýragarðinn

18. 07. 2019

Í dag var Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn heimsóttur í þessu líka dásemdar veðri. Ákveðið var að verja öllum deginum í garðinum og því var dagurinn tekinn snemma og vorum við mætt stuttu eftir opnun garðsins. Við borðuðum hádegismatinn í garðinum, grillaðar pylsur m...

Meira

news

Og enn tínast elstu börnin í burtu frá okkur

17. 07. 2019

Í dag er síðasti dagurinn hans Theódórs Enoks í leikskólanum. Í tilefni þess færði hann kennurum leikskólans blóm og færði þeim dýrindis köku. Í kaffistofu kennara var haldin veisla sem hann og Katla vinkona hans tóku þátt í en hún hættir í lok vikunnar. Við óskum þe...

Meira

news

Börnin skemmta sér á ærslabelgnum

15. 07. 2019

Í dag fóru börnin í leikskólanum á ærslabelginn við Hofsstaðaskóla og skemmtu sér konunglega að vanda.

...

Meira

news

Elstu börn kveðja eitt af öðru

12. 07. 2019

Í dag kveðja Árni, Ásdís, Alexandra og Katrín Lilja leikskólann sinni. Í tilefni þess færðu þau kennurum og skólanum gjafir, sjá mynd. Um leið og við þökkum þeim fyrir samfylgdina í leikskólanum okkar óskum við þeim gæfu og gengis í framtíðinni.

...

Meira

© 2016 - 2019 Karellen