L
ífsleikni
Lífsleikni er getan til að aðlagast mismunandi aðstæðum á jákvæðan og uppbygginlegan hátt og að takast á við kröfur og viðfangsefni daglegs lífs
Í vinnustundum í lífsleiknikennslu er yfirmarkmiðið að:
- hafa gaman saman
- tryggja gildi margbreytileikans, að hann sé virtur og umburðarlyndi sé fyrir því að barnahópurinn er samsettur af einstaklingum með mismunandi einkenni og styrkleika
- börnin efli og styrki sjálfsmynd sína og finni styrkleika sína
- börnin byggi upp jákvæðan skólabrag sem einkennist meðal annars af umburðalyndi og virðingu
- börnin fyrirbyggi og læri að bregðast við einelti
Skipulagðar vinnustundir í lífsleikni eru í 10 vikur í senn á haustönn og vorönn.